Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið verður að vinna aðgerðaáætlun til að sporna gegn fátækt og treysta öryggisnet velferðarkerfisins.

Starfshópurinn skal meðal annars hafa hliðsjón af þeim aðgerðum til að vinna bug á fátækt sem lagðar voru til í skýrslu forsætisráðherra um fátækt á Íslandi, og skýrslu forsætisráðherra um fátækt barna og hag þeirra. Starfshópurinn skal jafnframt afla sér upplýsinga um skýrslur og rannsóknir sem unnar hafa verið á vegum hagsmunasamtaka, frjálsra félagasamtaka og sérfræðinga varðandi fátækt á Íslandi. Hópurinn skal skila ráðherra drögum að aðgerðaáætlun eigi síðar en 1. september 2008. Formaður nefndarinnar er Björk Vilhelmsdóttir.