Mótmælaaðgerðum atvinnubílstjóra í miðbæ Reykjavíkur lauk rétt eftir klukkan tvö en þeir höfðu safnast saman við fjármálaráðuneytið í hádeginu.

Lögreglan meinaði nokkrum bílstjórum aðgang inn í ráðuneytið og kom þá til ryskinga sem þó voru leystar strax. Enginn var handtekinn en lögreglan sektaði bílstjóra sem lagt höfðu bílum sínum ólöglega.

Mikið kurr myndaðist meðal bílstjóranna en þeir hafa hótað áframhaldandi aðgerðum næstu daga, eða þangað til að hið opinbera lækkar álögur á bensíngjald.

Þá munu forsvarsmenn mótmælanna hitta Kristján Möller, samgöngumálaráðherra á fundi á morgun en til umræðu verður hvíldartími bílstjóra.