Vaxandi áhyggjur fjárfesta af ástandinu í bandaríska hagkerfinu endurspegluðust meðal annars í því að námuvinnslufyrirtæki og iðnaðarfyrirtæki lækkuðu hlutfallslega mest. Á sama tíma og samevrópska hlutabréfavísitalan Dow Jones Stoxx 600 féll um 1,6% , féllu vísitölur evrópskra námuvinnslufyrirtækja um 3,9% og iðnaðarfyrirtækja um 2,4.

Nánar er fjallað um ástandið á hlutabréfamörkuðum í Viðskiptablaðinu í dag.