Stjórnir Opinna kerfa ehf. og Titan ehf. hafa samþykkt að sameina félögin. Samhliða þessari ákvörðun hefur stjórn Opinna kerfa ehf. ráðið Agnar Má Jónsson sem forstjóra félagsins og tekur hann við því starfi í dag, 17. desember. Hann mun ásamt stjórnarformanni beggja félaga, Frosta Bergssyni, leiða sameininguna.

Á sama tíma mun Þorsteinn Gunnarsson láta af störfum sem forstjóri Opinna kerfa ehf.

Í tilkynningu vegna sameiningarinnar segir að gert er ráð fyrir að hægt verði að ganga frá sameiningunni fyrir áramót. Hjá sameinuðu félagi munu þá starfa um 140 starfsmenn og  gera má ráð fyrir að velta félagsins verði um 4,5 milljarðar króna á árinu 2008.