Agnar Már Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG).

Agnar tekur við starfinu af Valgeiri Tómassyni sem heldur utan til náms.

Agnar hefur unnið við ýmis stjórnunarstörf í gegnum árin, var meðal annars framkvæmdastjóri hjá Símanum og Samskipum en hann var forstjóri Opinna kerfa og starfandi stjórnarformaður hjá Exton ehf.

Þá hefur Agnar gegnt framkvæmdastjórastöðu PGA á Íslandi undanfarin fjögur ár og setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja.

Agnar lauk BS prófi í tölvunarfræðum frá HÍ 1994.