Tveir framkvæmdastjórar hjá sjóðstýringafyrirtækinu GAMMA – Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða og annar stofnenda félagsins, og Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og áhættustýringar – munu, auk sjóðsstjórans Sverris Bergsteinssonar, færa sig yfir til sjóðstýringafyrirtækisins Júpíters. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í morgun.

Júpíter er í eigu Kviku banka, en kaup Bankans á GAMMA frá því í fyrra gengu í gegn í byrjun síðasta mánuðar eftir að samþykki fékkst frá samkeppnisyfirvöldum. Agnar tekur við forstöðu skuldabréfa, og Guðmundur verður rekstrarstjóri félagsins, og munu þeir taka við störfunum á næstu vikum.