Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, svarar í dag yfirlýsingu Stoða vegna fréttar og og ummæla hennar um skuldastöðu fyrirtækisins. Yfirlýsing Agnesar sem birtist á mbl.is er svohljóðandi.

„Mér er rétt og skylt að leiðrétta eitt atriði í fréttaskýringu minni í Morgunblaðinu í dag og staðhæfingu sama efnis í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöld, en það er staðhæfingin að 130 milljarðar króna af 260 milljarða króna skuldum Stoða (FL) verði á gjalddaga fyrir áramót. Óhögguð stendur staðhæfingin að um 130 milljarðar króna af skuldum félagsins séu skammtímaskuldir og heildarskuldir 260 milljarðar króna, enda gera Stoðir engar athugasemdir við þær tölur. Sömuleiðis tek ég undir þau orð yfirlýsingar Stoða, þar sem segir að á óvissutímum í efnahagslífi sé mikilvægt að rétt sé farið með upplýsingar. Raunar tel ég að það sé ávallt mikilvægt að fara rétt með upplýsingar."

Yfirlýsing Stoða frá því fyrr í dag er hér.