Agnes Hólm Gunnarsdóttir hefur verið ráðin gæðastjóri Verkís. Agnes er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og BS gráðu í framleiðslutæknifræði frá Háskóla Suður Danmerkur í Sönderborg.

Agnes mun hafa umsjón með fagþróunarsetri í verkefnastjórnun hjá Verkís auk þess að sjá um umbótastarf og þróun ferla. Jafnframt mun hún bera ábyrgð á gæða-, öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum félagsins.

Agnes starfaði hjá Alcoa Fjarðaáli á árunum 2006-2014. Undanfarin ár hefur Agnes verið búsett í Finnlandi ásamt fjölskyldu sinni. Frá þeim tíma hefur hún starfað hjá KPAL & Dent & Buckle sem gæðastjóri, stjórnarmaður og hluthafi auk þess að sinna stundakennslu í MPM námi við Háskólann í Reykjavík.

Agnes er í sambúð með Puja Alempur og eiga þau eina fimm ára dóttur.