Ágreiningur um áhættu?

Rachael Lorna Johnstone, prófessor í lögfræði við Háskólann á Akureyrir og Ilisimatusarfik-háskóla á Grænlandi, telur að olíuslys á Drekavæðinu gætu hugsanlega leitt til stórkostlegs fjárhagstjóns fyrir ríkið. Þetta kemur fram á fréttastofu RÚV.

Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður leitarleyfishafans Eykon Energy, gefur aftur á móti lítið fyrir þessar hugleiðingar og telur að regluverkið geti hreinlega ekki verið betra. Í samtali við fréttakonu RÚV segir hann niðurstöður leita margfalda verðbæti leyfanna. Hann fullyrðir einnig að íslenska ríkið njóti alltaf mests ávinnings, þar sem það tekur yfir helming af allri afkomu í formi skatta og leggi ekki krónu út í tilkostnað.

Johnstone telur að áhættan felist í því að lönd á borð við Kanada eða Danmörk, geti fyrir hönd Grænlands, ákveðið að lögsækja íslenskra ríkið og krefjast umfangsmikla bóta fyrir hönd yrðu fyrir tjóni við náttúruspjöll.

Johnstone segir því mikilvægt að íslenska ríkið tryggi að fyrirtækin sem hyggjast vinna á Drekasvæðinu hafi fullnægjandi tryggingar og geti greitt öllum sem eiga bótarétt bætur, komi til þess. Með sterku regluverki og ábyrgri stjórnsýslu megi koma í veg fyrir að íslenska ríkið verði gert ábyrgt.

Heiðar telur að regluverkið geti varla verið betra.

„Við höfum innleit stífasta regluverk sem um getur beint frá Noregi. Við erum að vinna með norskum stjórnvöldum í kringum allt þetta mál. Við erum með norksa ríkisolíufélagið inn í báðum leyfunum hérna. Hvað viðvíkur síðan hugsanlegri ábyrgð ef eitthvað fer aflaga þá erum við annars vegar með norska ríkisolíufélagið og hins vegar kínverska ríkisolíufélagið og það er ekki hægt að finna í raun og veru ábyrgari eða fjárhagslega stöndugri fyrirtæki til að fara í þetta með.“

Johnstone tekur þó fram í viðtali sínu við RÚV að hún geti ekki dæmt fyllilega um það hvort íslenska regluverkið sé nægilega sterkt. Til þess þurfi hún að kynna sér það betur. Hún hefur sótt um rannsóknarstyrk og hyggst vinna samanburðarrannsókn á stöðunni hér og í nágrannaríkjunum, fái hún styrkinn.