Hagsmunasamtök í atvinnulífinu funda þessa dagana um kjarasamninga en sem kunnugt er voru samningar flestra samtaka lausir nú fyrir áramót.

Nokkur ágreiningur ríkir meðal atvinnurekenda annars vegar og launþegasamtaka hins vegar um lengd kjarasamninga. Samtök
atvinnulífsins hafa margoft lýst því yfir að þau vilji gera allt að þriggja ára samning á meðan ASÍ og fleiri launþegasamtök vilja
gera skemmri samninga.

Á sama tíma eru forsvarsmenn bæði SA og ASÍ sammála um að miða skuli við svokallaða samræmda launastefnu. Samræmd
launastefna miðar í stuttu máli að því að samræma launastefnu sem flestra aðildarfélaga vinnumarkaðarins. Þá er mikil áhersla lögð á að auka kaupmátt svo mikið sem hægt er.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.