FuAlþjóðagjaldeyrissjóður hyggst stækka "stríðskassa" , þ.e. lánasjóðinn um eitt þúsund milljarða dala til þess að tækla skuldavanda evruríkjanna að því er kemur fram í frétt á vef Börsen.. Stefnt er að því að sækja það fé til m.a. Kína, Rússlands, Brasilíu, Indlands og Japans. Tilgangurinn er sá að eða geta gripið inn í með meira afgerandi hætti til að styðja við hagvöxt á heimsvísu og skuldsett evruríki

Lánsjóður IMF er nú um 385 milljarðar dala þannig að stækka á sjóðinn hressilega, ef rétt reynist, en evrulöndin hafa þegar samþykkt að leggja fram 150 milljarða dala en hins vegar hyggjast bandaríkiin ekki ætla að leggja sjóðnum til meira fé. Ganga á frá lánunum til AGS á G20 fundi fjármálaráðherra 25. og 26. febrúar.