Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur beðið Englandsbanka um að lækka stýrivexti og prenta peninga til að styðja við uppgang í hagkerfinu. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Í mati sjóðsins á breska hagkerfinu kemur fram að hagkerfið hafi ekki tekið við sér eins og vonir stóðu til og að hætta væri á frekari stöðnun og verðbólgu.

AGS gerði ýmsar tillögur að úrbótum beint var að fjármálakerfinu í Bretlandi og aðgerðum sem yfirvöld gætu staðið að. Til að mynda var lagt til að ríkissjóður  ábyrgist lántökur einkageirans, eins og David Cameron, forsætisráðherra lagði til í síðustu viku, auk þess að kaupa fasteignalán og önnur viðskiptalán frá breskum bönkum.