Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir seðlabankastjóra heimsins verða að grípa í taumana til að koma í veg fyrir að lág verðbólga verði viðvarandi á evrusvæðinu. Það geti staðið í veg fyrir að efnahagslífið þar komist í gang á nýjan leik.

Lagarde var á ráðstefnu um efnahagsmál og efnahagshorfur í Bilbao á Spáni um helgina. Þar sagði hún um 15-20% líkur á að verðbólga geti staðið í vegi fyrir efnahagsbatanum.