Franek Rozwadowski, fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, tilkynnti þetta í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum eftir hádegi í dag.

„Skrifstofan var opnuð í mars 2009 eftir að Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti að veita Íslandi aðstoð í nóvember 2008. Aðgerðaráætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjósðins lauk árið 2011 og efnahagslífinu miðar vel áfram,“ segir Rozwadowski í yfirlýsingunni.

Þá segir Rozwadowski að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hlakki mikið til áframhaldandi samstarfs við Ísland en samskiptin muni héðan í frá fara fram í gegnum höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.