Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, segir líklegt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni stöðva 12 milljarða evra lánagreiðslu til Grikklands sem greiða á 29. júní nk. þar sem landið geti ekki tryggt greiðsluþol til 12 mánaða. Líklegt þykir, að sögn BBC, að ummæli Juncker's muni setja enn meiri þrýsting á grísk stjórnvöld sem nú hafa hrint einkavæðingaráætlun sinni í framkvæmd. Juncker segir einkavæðingaráætlunina þó ekki nægilega metnaðarfulla.

Að sögn Juncker treystir AGS á að Evrópusambandið muni hlaupa undir bagga með Grikklandi verði lánið stöðvað en hann telur Þýskaland, Finnland og Holland ekki munu sætta sig við það.