Nýfallnir dómar um gengislán breyta ekki samstarfsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og íslenskra stjórnvalda.

Hins vegar eru þeir til þess fallnir að draga úr óvissu í efnahagsmálum hér landi og von bráðar munu áhrif þeirra á hagkerfið skýrast.

Þetta sagði Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi, á símafundi með blaðamönnum fyrr í dag en skýrsa AGS vegna endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands sem birt var í dag.

Flanagan sagði að samstarfsáætlun AGS og Íslands væri undir það búin að taka á niðurstöðu dómanna og ekki væri þörf á því að endurskoða samstarfið í heild.