Bandaríkin
Bandaríkin
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Stjórnendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hvetja stjórnmálamenn Bandaríkjanna til að hækka skuldaþakið þar í landi tafarlaust. Þá hefur sjóðurinn einnig kallað eftir því að stjórnmálamenn Bandaríkjanna komi sér upp áætlun um hvernig draga eigi úr halla ríkissjóðs Bandaríkjanna  til meðallangs tíma.

Stjórnendur AGS hefa varað við því að ef ekki verði farið eftir þessu geti trúverðugleiki tapast á fjármálamörkuðum af því er fram kemur á vef BBC.

Deilur milli demókrata og repúblíkana í bandaríska þinginu snúast meðal annars um hvort hækka eigi skuldaþakið nægilega mikið svo ekki þurfi að koma til frekari hækkunnar fyrr en eftir forsetakosningarnar 2012.  Repúblíkanar vilja jafnframt meiri niðurskurð á ríkisútgjöldum en demókratar.

Eins og áður hefur komið fram vill Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hækka skuldaþakið hins opinbera í landinu sem nú er 14,3 billjónir dollara. Komist ekki á samkomulag fyrir 2.ágúst næstkomandi eru stjórnvöld ófær um að greiða reikninga og falla greiðslunar þá í vanskil um tíma.