Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lækkað hagvaxtaspá sína um 0,2% niður í 3,3% fyrir árið 2015. The Wall Street Journal greinir frá.

Að mati AGS eru vandamál á hlutabréfmarkaðnum í Kína og áhrif skuldavanda Grikklands á evrusvæðið að halda aftur af hagvexti heimsins.

AGS telur að þó hagvöxtur muni aukast á næsta ári en tekur fram að lítið megi út af bregða vegna þess að margar ríkisstjórnir séu ekki í stakk búnar til að takast á við óvænt áföll, m.a. vegna slæmrar skuldastöðu og vegna lítils svigrúms til lækkunar stýrivaxta.