Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur ákveðið að lána stjórnvöldum í Úkraínu á bilinu 14-18 milljarða Bandaríkjadala til að gera landinu kleift að standa við skuldbindingar sínar og koma efnahagslífinu á réttan kjöl.

Í tilkynningu frá AGS segir að sendinefnd á vegum sjóðsins hafi verið í Úkraínu dagana 4-25. mars síðastliðinn til að meta stöðu efnahagsmála og ræða við stjórnvöld.