Sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins spá hóflegum hagvexti á Íslandi næsti misserin eða 2,5-3% en taka fram að ymsir áhættur geti steðjað að íslenska hagkerfinu, s.s. möguleika á versnandi markaðsaðstæðu í Evrópu og eins benda þeir á að tafir fjárfestingu og framkvæmd orkufrekara verkefna geti haft bein áhrif á hagvöxt til hins verra. AGS segist fagna þeim árangri sem náðs hefur viið endurskipulagningu skulda bæði fyrirtækja og heimila. "Það hefur mikið verið gert á Íslandi og íslensk stjórnvöld hafa gert margt til að lækka skuldir fyrirtækjanna og heimilanna í landinu," sagði Julie Kozsak, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi á fundi með blaðamönnum.

Hins vegar bentu sérfræðingar AGS á að nýfallin gengislánadómur Hæstaréttar hefði aukið óvissuna og hann gæti orðið til þess að lausn skuldamála gæti dregist á langinn. Þeir hvöttu til þess að stjórnvöld stæðu gegn ítrekuðum kröfur um almenna skuldaniðurfærslu vegna verðtryggðra lána. Slíkar aðgerðir væru ómarkvissar og myndu ekki gagnast að fullu þeim sem í mestum vandræðum eiga. Þá gerðu miklar skuldir hins opinbera það að verkum að svigrúm til slíkra almennra aðgerða að íbreyttum tekjum og gjöldum væri mjög takmarkað.