Í yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að lítið pláss sé í fjármálum ríkissjóðs fyrir skuldalækkanir heimila. Þar segir að nýjar aðgerðir ættu að beinast að heimilum sem eiga við skuldavanda að etja og fá ekki lausn sinna mála í gegnum þær aðgerðir sem þegar eru fyrir hendi.

Einnig er bent á að íslensk stjórnvöld ættu að finna og takast á við flöskuhálsa í vinnu Umboðsmanns skuldara til að hraða úrlausn mála þar.