Daria Zakharova, sem fer fyrir sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi segir að hér þurfi að skapa hvata til að fá aflandskrónueigendur til að taka þátt í aðgerðum Seðlabankans, t.d. með því að fella niður dagsetninguna fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Hún segir sömuleiðis mikilvægt að gera kjör aflandskrónueigenda verri eftir því sem tíminn líður.

Zakharova sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Hún vildi ekki nefna neinar tímasetningar í aðgerðum til að afnema höftin. Hún sagði þó sjóðinn styðja útgáfu evruskuldabréfa til að létta á snjóhengju aflandskróna. Sömuleiðis virðist sjóðurinn telja útgönguskatt á aflandskrónueigendur skynsamlegan og að hann þurfi að vera verulegur.

Zakharova ræddi við VB sjónvarp eftir blaðamannafundinn á Kjarvalsstöðum.