Árlegur fundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn nú um helgina.  Forsvarsmönnum sjóðsins mistókst að lægja öldurnar í deilum seðlabanka heims um gengi helstu gjaldmiðla.  Þetta kemur fram á vef WSJ.

Fulltrúar bandarískra stjórnvalda segja að stjórn Obama forseta muni taka málið upp að nýju á fundi G-20 ríkjanna sem haldinn verður í Seoul um miðjan nóvember.  Á síðasta fundi G-20 ríkjanna í júní, fengu bandarísk stjórnvöld Kínverja til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að stefna Kína í gjaldeyrismálum yrði rýmkuð og júaninu yrði ekki haldið áfram lágu.  Eftir fundinn hefur gengi júansins varla breyst nokkuð og hefur það vakið hefur upp mikla reiði meðal ráðmanna í Bandaríkjunum.