*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 29. nóvember 2011 16:02

AGS-ráðstefnan kostaði tæpar 8,6 milljónir

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn greiddi helminginn af kostnaðinum við ráðstefnuna um hrunið fyrir mánuði.

Ritstjórn
Paul Krugman og fleiri gestir á fundi AGS í Hörpu.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Alþjóðlega ráðstefnan um lærdóminn af efnhagskreppunni á vegum stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrisins undir lok október kostaði tæpar 8,6 milljónir króna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn greiddi helminginn, eða 4,8 milljónir króna.

Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur um kostnað við ráðstefnuna í Hörpu.

Fram kemur í svarinu að Seðlabankinn hafi greitt 1,9 milljónir króna og ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar í tengslum við ráðstefnuna hafi numið 1,8 milljónum króna. Því til viðbótar greiddi efnahags- og viðskiptaráðuneytið 56 þúsund krónur.

Á meðal gesta á ráðstefnunni voru Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman, Martin Wolf, aðstoðarritstjóri breska viðskiptadagblaðsins Financial Times, og fleiri ásamt íslenskum ráðamönnum.

Stikkorð: AGS Paul Krugman