Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að kraftmikinn hagvöxt á heimsvísu megi rekja til mikils slaka í peningastefnu. Þetta sagði sjóðurinn í neirri greiningu sem kynnt var á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. The Wall Street Journal greinir frá .

Sjóðurinn sagði að afar hægfara hækkanir bandaríska Seðlabankans og stór efnahagsreikningur þess evrópska væru meginástæða þess að hagvöxtur á heimsvísu hefði verið 3,7% í fyrra og spár gerðu ráð fyrir að vöxtur yrði 3,9% á þessu ári.

Aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði að skattalækkanir í Bandaríkjunum ættu sinn þátt í auknum hagvexti þarlendis en mest hækkun væri á hagvaxtarhorfum í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem ekki hefði verið ráðist í skattalækkanir. Því væri eðlilegast að álykta svo að almennur slaki í peningastefnu seðlabanka drifi vöxtinn og hlutabréfaverð upp.