Fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins(AGS) var samþykkt í dag af framkvæmdarstjórn AGS. Eru endurskoðanirnar sex talsins og tvær síðustu endurkoðanirnar verða sameinaðar í eina. Þetta kemur fram í tilkynningu Seðlabankans.

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

Í tilkynningunni segir jafnframt að þessi afgreiðsla framkvæmdarstjórnarinnar feli í sér að sjötti áfangi lánafyrirgreiðsla sjóðsins sé til reiðu, eða 140 mlljónir SDR, að jafnvirði 25,7 milljarða íslenskra króna.

Áður hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitt lán sem nemur 980 milljónum SDR af 1,4 milljörðum SDR sem hann lánar í tengslum við áætlunina. Lánsfjárhæðin 980 milljónir SDR jafngildir rúmlega 179,7 milljörðum króna.