Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í gær að Frakkland þyrfti gera ráðstafanir til að ná markmiðum sínum í ríkisrekstrinum.  Ella sé hætta á að áætlanir gangi ekki eftir.

Stjórnvöld í Frakklandi áætla að hallinn á ríkissjóði landsins nemi 4,6% af vergri landsframleiðslu á næsta ári og 3% árið 2013. AGS segir að hallinn og skuldir landsins séu hærri en gerist og gengur meðal ríkja með lánshæfismatið AAA.

AGS varaði jafnframt við utanaðkomandi hættu á franskt efnahagslíf, sérstaklega hættunni sem stafar af því að skuldakrísan á evrusvæðinu breiðist út til fleiri ríkja Evrópu.

Frönsk stjórnvöld gera ráð fyrir 2,25% hagvexti á næsta ári en AGS áætlar að hann verði aðeins 1,9%.