Von er á því að hægja muni á vexti í hagkerfinu sem mun hafa það í för með sér að minni líkur eru á ofhitnun í hagkerfinu. Þetta er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birti nýverið skýrslu um stöðu íslenska hagkerfisins .

Jafnframt kemur fram að áhættuþættir í hagkerfinu hafa orðið sýnilegri líkt og til að mynda hærra eldsneytisverð og áskoranir í alþjóðaviðskiptum.

Þá sé mikilvægt að ríkisstjórnin hafi það sem markmið að draga úr skuldum ríkisins og tryggi að jákvæða niðurstöðu fjárlaga.

Í skýrslunni kemur fram að peningastefnan ávallt að miða að verðstöðugleika og að verðbólgumarkmið ætti að innihalda breiða neyslukörfu.