Tvö af hverjum þremur lánum til íslenskra fyrirtækja þarf að endurskoða og jafnvel afskrifa. Meira en fimmtungur allra stórra fyrirtækja á Íslandi eru í greiðslustöðvun eða gjaldþroti. Þrotum íslenskra fyrirtækja fjölgaði um 20 prósent milli áranna 2008 og 2009.

Þetta kemur fram í skýrslu AGS um endurskoðunina sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber.

Fimmta hvert heimili með neikvæða eignarstöðu

Í skýrslunni kemur einnig fram að um fimmtungur íslenskra heimila séu með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteignum sínum. Því er einnig spáð þar að mörg fleiri heimili muni lenda í sömu aðstæðum haldi fasteignarverð áfram að falla á Íslandi.

Þá er þess sérstaklega getið að um 20 prósent af heimilum landsins séu með of hátt skuldahlutfall miðað við greiðslugetu þeirra.