Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ákveðið að slaka á kröfum sínum gagnvart Úkraínu og heimila meiri halla á fjárlögum en gert var rað fyrir í upphaflegu samkomulagi. Nú verður Úkraínumönnum heimilað að gera upp fjárlög með 3% halla af landsframleiðslu en áður hafði verið miðað við 1%.

AGS dróg til baka stuðningsáætlun sína gagnvart Úkraínu í kjölfar þess að sérfræðingar sjóðsins töldu að ekki væri farið eftir þeirra ráðum. Sjóðurinn samþykkti að lána Úkraínu 16,5 miljarða Bandaríkjadala og hafði veit 4,5 milljarða þegar þeir kipptu að sér hendinni. Það voru einkum átök milli forsetans Viktors Yushchenko og Yuliu Tymoshenko sem skópu óróleikann.

Fjármálakreppan hefur stöðugt dýpkað í Úkraínu og nú eru 9 bankar komnir undir verndarvæng Seðlabanka Úkraínu að því er kemur fram í frétt Financial Times. Er nú svo komið að fólk á í vandræðum með að nálgast fjármuni sína í bönkum landsins og erlendur gjaldeyrir fæst varla afgreiddur.