Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lækkað hagspá sína fyrir heimshagkerfið á þessu og næsta ári. BBC News greinir frá þessu.

Sjóðurinn býst nú við 3,5% hagvexti á þessu ári, en hafði í október gefið út spá um 3,8% hagvöxt. Þá lækkaði sjóðurinn einnig hagspána fyrir næsta ár og spáir þá 3,7% hagvexti.

Lækkunin kemur þrátt fyrir að olíuverð hafi ekki verið lægra í meira en fimm ár, en lækkun olíuverð er mjög hagstæð fyrir flest ríki heimsins. Hins vegar telur sjóðurinn að fjárfestingar verði færri og umsvif minni á hlutabréfamörkuðum.