Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að niðursveiflan í hagkerfi heimsins sé að versna og spáir AGS nú minni hagvexti en hann gerði í spá sinni í Apríl. Í þeirri spá lækkaði sjóðurinn reyndar einnig hagvaxtarspá sína og hefur því gert það tvisvar í röð.

Hagvöxtur í þróuðum hagkerfum er að mati AGS of lítill til að ná atvinnuleysi niður og sú litla hreyfing sem er í hagkerfunum stafar aðallega frá seðlabönkum. Stóra spurningin sé sú hvort niðursveiflan núna sé einfaldlega óróleikatímabil sem alltaf mátti búast við í erfiðum bata, eða hvort um sé að ræða meira langvarandi niðursveiflu.

Fjármál bandaríska ríkisins og evrukrísan eru stærstu vandamálin sem takast þarf á við.