Í stöðuskýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) sem hefur verið gerð opinber kemur fram það mat að áætlunin sjóðsins og stjórnvalda gangi almennt vel. ,,Brýnasta verkefnið til skamms tíma var að koma ró á gengi krónunnar og það hefur að mestu gengið eftir. Samt eru meiriháttar verkefni fram undan, ekki hvað síst í endurskipulagningu bankanna," segir í skýrslunni.

Þar segir ennfremur að heildarmarkmið áætlunarinnar og tengdra aðgerða eru áfram raunhæf. Einarðleg framvinda er nauðsynleg til að árangur náist.

Þá segir að framvindan í endurskipulagningu fjármálageirans gengur vel þótt stjórnvöld hafi skýrt frá því að endurfjármögnun bankanna geti dregist um 4-8 vikur vegna flókinna viðræðna við lánardrottna og endurskoðendur um aðferðafræði.