Alþjóðagjaldeyrissjóðurnn sagði í dag að húsnæðisverð í Bretlandi væri of hátt og líklegt til að lækka. Í skýrslu sinni um horfur í efnahagslífi heimsins (e. World Economic Outlook), sem gefin er út hálfsárslega, kemur fram að sjóðurinn er áhyggjufullur yfir því að húsnæðisverð sé enn hátt og skattívilnanir til að hvetja kaupendur á sinni fyrstu eign muni ekki skila tilskyldum árangri. Sjóðurinn segir að bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum hafi tímabundnar ívilnanir aukið veltu á fasteignamarkaði en eftirspurn hafi nú aftur minnkað.