Miðað við þá hættu sem steðjar að ríkissjóði vegna Íbúðalánasjóðs þá þarf að endurskoða grundvöll sjóðsins af óháðum sérfræðingum til að finna varanlega og fjárhagslega raunhæfa lausn á vanda sjóðsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sendi frá sér í dag.

Að mati sendinefndarinnar ætti Fjármálaeftirlitið að fylgjast vel með og hefja ætti vinnu við að endurskoða eiginfjárþörf sjóðsins.