Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur þrýst á bankastjórn Englandsbanka að hún lækki stýrivexti og setji prentvélarnar í gang til að auka magn peninga í umferð til þess að blása lífi í hagkerfið og draga úr atvinnuleysi. Samtímis því hefur AGS beðið ríkisstjórn Bretland að undirbúa áætlun, svokallað plan B, til þess að hafa við hendina ef aðgerð Englandsbanka misheppnast.

Stýrivextir í Bretlandi eru nú 0,5% og hafa þeir aldrei verið lægri í sögu landsins.

Breska viðskiptadagblaðið Financial Times hefur eftir Christine Lagarde, framkvæmdastjóra AGS, sem haft er eftir henni í sameiginlegri tilkynningu frá sjóðnum og George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, að undirtektirnar fyrir stýrivaxtalækkun hafi verið dræmar hjá Englandsbanka. Tilkynningin var send út eftir árlega úttekt AGS á stöðu efnahagsmála í Bretlandi.

Í tilkynningu AGS segir að mikilvægt sé að nýta lágt vaxtastig til að auka eftirspurn í Bretlandi og þrýsta hagkerfinu upp á við eftir of hægan bata eftir kreppuna.