Daria Zakharova, fulltrúi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, segir hugmyndina um skuldabréfaútgáfu vera að létta á snjóhengju aflandskróna.

Hún segir að útgönguskattur sé ekki heppilegur sem helsta leiðin til að afnema höftin. Skatturinn þurfi þó að vera nægjanlega hár til að skapa hvata fyrir aflandskrónueigendur til að taka þátt í öðrum leiðum Seðlabankans. Hér að ofan má sjá viðtal við Dariu Zakharova þar sem hún fer yfir þessar hugmyndir eftir blaðamannafund á Kjarvalsstöðum fyrr í dag.