Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnrýndi á fundi með háskólanemendur í Amsterdam í Hollandi í dag aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í Bandaríkjunum. Hún sagði aðgerðirnar eins og þær koma fyrir í boðuðum fjárlögum og harkalega og geta valdið því að hagkerfi landsins dragist saman um 1,5%.

AP-fréttastofan segir að Lagarde hafi verið rétt nýbyrjuð á erindi sínu þegar hópur fólks hafi truflað hana með köllum og látum í mótmælaskyni við efnahagsaðgerðir á evrusvæðinu. Þeir hafi m.a. gert lítið úr fjárhagslegum stuðningi við Grikki og sagt að þeir ættu að hjálpa sér sjálfir og fara að greiða skatta.

Fréttastofan segir ennfremur að eftir að hávaðaseggir höfðu verið fjarlægðir af vettvangi hafi Lagarde getað haldið erindi sínu áfram. Hún hafi stutt björgunaraðgerðir á Grikklandi hafi hún viðurkennt að aðgerðirnar hafi valdið meiri efnahagssamdrætti en búist hafi verið við.

„Við vanmátum afleiðingarnar,“ hefur AP-fréttastofan eftir henni.