*

mánudagur, 27. september 2021
Erlent 16. október 2019 16:31

AGS varar við áhættusækni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við því að lágir vextir hafi aukið áhættu í fjármálakerfinu.

Ritstjórn
Christine Lagarde er nýtekin við sem yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
epa

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi í dag frá sér viðvörun þar sem bent er á að langt tímabil lágra vaxta hafi aukið áhættusækni fjárfesta og ýtt undir hættulegar fjárfestingar. Frá þessu er greint á vef Financial Times sem segir viðvörunina hafa ýtt undir áhyggjur um að heimsbúskapurinn standi jafnvel ekki undir þeim litla hagvexti sem þó hafi mælst í hagkerfi heimsins. 

Sjóðurinn leggur til að stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða og vill að þrengja regluverk um tryggingafélaga, fjárfestingarfélaga og lífeyrissjóði, eins og gert var um fjármálakerfisins eftir hrunið 2008. Eftirlitsaðilar eigi að krefjast þess að fá betri yfirsýn yfir stöðutökur þeirra og áhættu. 

FT hefur eftir fjármálaráðgjafa AGS, Tobia Adrian, að leit þessara félaga að viðunandi ávöxtun hafi leitt þau til að fjárfesta í áhættumeiri og síður seljanlegum verðbréfum. Þessar stöðutökur geti magnað áhrifin af áföllum. Vextir hafi verið lækkaðir til þess ýta undir hagvöxt núna en þeir hafi líka ógnað vexti til meðallangstíma. Lán til fyrirtækja sem gætu átt erfitt með að standa undir afborgunum í niðursveiflu undirstrikar vandann, að mati Adrian. 

Hann bendir einnig á veikleika í kerfinu vegna stöðu tryggingarfélaga og lífeyrissjóða og þar að auki hafi skuldsetning fátækustu þjóða heimsins náði nýjum og áður óþekktum hæðum. 

Seðlabankar hafi fylgt lágvaxtastefnu til að ýta undir útlánavöxt og lækka fjármagnskostnað í von um að það myndi styðja við hagvöxt. Skuggahlið þessarar stefnu sé hins vegar fólgin í þeirri staðreynd að því betur sem stefnan virkar því meiri verði áhættan á efnahagsreikningi fjármálakerfisins.  

Stikkorð: AGS Christine Lagarde