Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur varað afrísk ríki við of mikilli skuldsetningu, en nokkur ríki í álfunni hafa verið að gefa út skuldabréf fyrir milljarða bandaríkjadala. Mikill efnahagslegur uppgangur hefur verið í álfunni undanfarin ár, en AGS segir að hætta sé á því að skuldsetningin stefni þeim uppgangi í hættu, að því er segir í frétt Financial Times.

Í Afríku hefur hagvöxtur verið mikill og efnahagsstjórn batnað mjög, einkum þegar staðan nú er borin saman við efnahagslegan árangur Afríkuríkja á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, þegar fátækt jókst um álfuna alla.