*

mánudagur, 17. júní 2019
Erlent 9. júní 2019 09:02

AGS varar við stórum tæknifyrirtækjum

Framkvæmdastjóri AGS hefur varað við þeirri ógn að tæknifyrirtæki geti orðið of stór.

Ritstjórn
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
vb.is

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur varað við því að mörg tæknifyrirtæki geti orðið svo stór að þau gæti valdið meiriháttar truflunum á fjármálakerfi heimsins. Frá þessu er greint á vef BBC.

Lagarde sagði jafnframt að það gæti farið svo að aðeins fimm risastór fyrirtæki með aðgang að stórum gagnasöfnum og gervigreind gætu stýrt allri greiðslumiðlun í heiminum ásamt skuldasamningum.

Það er afar líklegt að stór tæknifyrirtæki kunni að valda fjármálakerfinu verulegum truflunum," sagði Lagarde á fundi fjármálaráðherra G20 ríkjanna sem nú stendur yfir í Japan.

Hún sagði jafnframt að þessi fyrirtæki muni nota sína stærstu viðskiptavini til að bjóða upp á fjármálavörur byggðar á stórum gagnasöfnum og gervigreind.

Þetta mun kunna að ógna bæði fjármálastöðugleika og skilvirkni," sagði Lagarde.

Afar hröð framþróun tækni í Kína undanfarin fimm ár hefur haft ýmsar góðar afleiðingar í för með sér en hefur jafnframt orðið til þess að aðeins tvö fyrirtæki stýra yfir 90% af símagreiðslumiðlunarmarkaðnum."

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is