Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við því að kínverskir bankar séu sífellt að verða viðkvæmari og viðkvæmari fjárhagslega, en segir þó að þeir séu nógu sterkir til að takast á við einstök áföll. Þeir séu hins vegar ekki færir á að takast á við það ef lánsfjár-, eigna- og gjaldeyrismarkaðir þróast óheppilega á sama tíma.

AGS mælir með því að frelsi í kínverska bankakerfinu verði aukið, meðal annars þannig að markaðurinn ákvarði vaxtastig í landinu, en ekki ríkisstjórnin. Kerfið eins og það er hafi ýtt undir bólumyndun og offjárfestingu í ákveðnum geirum. Þetta útskýri af hverju hagkvæmni fjárfestingar í Kína sé ekki betri en raun beri vitni.

Í Kína eru heil hverfi og jafnvel borgir sem nánast enginn býr í.
Í Kína eru heil hverfi og jafnvel borgir sem nánast enginn býr í.
Í Kína eru heil hverfi og jafnvel borgir sem nánast enginn býr í.