September reyndist ágætismánuður á erlendum hlutabréfamörkuðum en heimsvísitala Morgan Stanley hækkaði um 1,2%. Svæðisvísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu hækkuðu báðar en sínu meiri hækkun var á mörkuðum í Evrópu. Svæðisvísitala í Asíu lækkaði um tæp 2% í mánuðinum. Október fer vel af stað á alþjóðamörkuðum en allar helstu vísitölur Morgan Stanley hafa hækkað á fyrstu dögunum.

Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að hækkun heimsvísitölunnar nemur 2,3% og nemur hækkun vísitölunnar því 3,9% frá áramótum. Bandaríkjavísitalan hefur hækkað um 1,9% en meiri hækkun hefur verið bæði í Evrópu og Asíu. Evrópuvísitalan hefur hækkað um 2,8% og hefur hækkað um 5,4% samanborið við síðustu áramót. Asíuvísitalan hefur hækkað um 3,3%.