Háskólinn á Bifröst hefur gefið út bókina Economic Impact of the Motion Picture Industy. The Icelandic Model eftir dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor við Háskólann á Bifröst. Hann er jafnframt fyrrverandi þingmaður. Bókin er á ensku og fjallar hún um hagræn áhrif kvikmynda og íslenska kvikmyndaiðnaðinn.

Fram kemur í tilkynningu að í bókinni er fjallað um margvíslega þætti kvikmyndaiðnaðar á fræðilegan hátt og greint er frá þeim fjölmörgu tækifærum sem eru fólgin í atvinnugreininni.

Ágúst hefur gefið út margar bækur, þar af nokkrar um samband hagfræði og listar. Síðustu bækur hans eru Menningarhagfræði, Hagræn áhrif kvikmyndalistar og Hagræn áhrif tónlistar.