Lýður og Ágúst Guðmundssynir munu að öllum líkindum missa hlut sinn í Existu en eiga möguleika á eignarhlut í Bakkavör ef vel gengur hjá því fyrirtæki, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Fjárhagsleg endurskipulagning Existu er á lokastigi. Til að hægt verði að ljúka henni verður að komast að samkomulagi við þá aðila sem eiga skuldabréf á Bakkavör, en Exista átti tæplega 40 prósent í Bakkavör fyrir bankahrun.

Bræðurnir færðu hlutinn yfir í félag í sinni eigu síðastliðið haust við litla hrifningu kröfuhafa Existu.  Eftir þá fjárhagslegu endurskipulagningu sem nú er að klárast mun hlutur bræðranna í Bakkavör verða í eigu kröfuhafa Existu og þeirra sem áttu skuldabréf útgefin af Bakkavör.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .