Ágúst Þórðarson, rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Te og kaffi hf. frá og með síðustu mánaðamótum. Hann tekur við af Sigmundi Dýrfjörð, öðrum af stofnendum Te og kaffi, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu óslitið frá stofnun þess. Hann og eiginkona hans Berglind Guðbrandsdóttir stofnuðu fyrstu Te og kaffi verslunina 1984 og sitt fyrsta kaffihús undir merkjum Te & Kaffi tveimur árum síðar.

Fram kemur í tilkynningu að Te og kaffi samanstendur af þremur mismundandi fyrirtækjum á sviði framleiðslu, verslunar- og kaffihúsarekstri, innflutningi á hrávöru og eignaumsýslu.

Hjá Te & Kaffi starfa rúmlega 100 manns. Sigmundur verður áfram hjá fyrirtækinu sem starfandi stjórnarformaður og tekur við því starfi af konu sinni, sem áfram mun sitja í stjórn félagsins.

Ágúst Þórðarson er meistaragráðu í rekstrarhagfræði og fyrirtækjastjórnun frá viðskiptaháskólanum Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn. Síðastliðið ár hefur Ágúst  verið framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.