*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Fólk 11. febrúar 2019 12:16

Ágúst til PwC

Ágúst Kristinsson löggiltur endurskoðandi hóf nýlega störf hjá PwC.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ágúst Kristinsson löggiltur endurskoðandi hóf nýlega störf hjá PwC. Ágúst hefur að undanförnu rekið sína eigin endurskoðunarskrifstofu og sinnt ýmsum verkefnum í reikningsskilum, ráðgjöf og endurskoðun. Hann hefur sameinað rekstur sinn við PwC.

Ágúst hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu. Starfaði hjá Deloitte í Reykjavík og New York í 18 ár, var í slitastjórn Byrs sparisjóðs og hefur setið í hinum ýmsu stjórnum og nefndum, einkum hjá fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum.

Ágúst lauk Cand. Oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.  Hann hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2010.

Stikkorð: PwC Ágúst Kristinsson