Vörður hefur ráðið Ágúst Mogensen í nýtt starf sérfræðings í forvörnum. Þetta kemur fram í tlikynningu.

Síðustu ár hefur Ágúst starfað sem sérfræðingur í forvörnum hjá Vátryggingafélagi Íslands en áður starfaði hann við rannsóknir hjá Rannsóknarnefnd umferðaslysa og síðar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Samhliða störfum sínum hefur Ágúst stundað kennslu hjá Háskóla Íslands, Endurmenntun HÍ og við Lögregluskóla ríkisins, ásamt því að halda fjölda fyrirlestrar um umferðaröryggismál og öryggismál almennt.

Ágúst er með BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í afbrotafræði frá Loughborough háskóla í Englandi.