*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 6. mars 2015 10:05

Ágústa, Vigdís og Jón fengu stjórnunarverðlaunin

Ágústa Björg Bjarnadóttir og Vigdís Jónsdóttir fengu stjórnunarverðlaun Stjórnvísi og Jón G. Hauksson heiðursverðlaun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs og rekstrar Sjóvár, og Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, fengu í gær afhent stjórnunarverðlaun Stjórnvísi, félags um framsækna stjórnun. Ekki voru veitt sérstök frumkvöðlaverðlaun að þessu sinni, því ekki bárust nægilega margar tilnefningar í þennan flokk.

Þá var Jòn G Hauksson, ritstjóri Frjálsrar Verslunar, útnefndur heiðursfélagi Stjórnvísi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin í Turninum í gær.