Þeir fjárfestingarkostir eru eru hvað vinsælastir á hverjum tíma og almennt taldir öruggir reynast þegar upp er staðið ekki vera það. Þetta segir Róbert Helgason, fjármálasérfræðingur.

Róbert skrifar í pistli í Viðskiptablaðinu að ef hægt er að draga lærdóm af reynslu síðustu tíu ára þá er hann sá að oft sé það einmitt í vinsælum fjárfestingum sem mesta áhættan leynist.

Róbert bendir á að svissneski frankinn, sem hafi verið vinsælt skjól fjármagns um langa tíð, hafi í núverandi óróleika orðið fyrir valinu hjá mörgum.

„Sviss hefur orðstír fyrir að vera eitt öruggasta hagkerfi í heimi, þar sem fyrir hendi er sterk mynt, jákvæður viðskiptahalli og stöðug fjárlög [...]. Þó margar stærðir geti litið vel út á blaði þá ber að vekja athygli á einni í þessu samhengi. Eignir fimm stærstu banka í Sviss eru meira en sjö sinnum stærri en allt hagkerfið þar í landi, en þar eru UBS og Credit Suisse stærsti hluti kökunnar. Ef stjórnvöld í Sviss standa frammi fyrir því í framtíðinni að þurfa að tryggja annað hvort innlán eða aðrar skuldir fjármálakerfisins gæti niðurstaðan orðið hagkerfinu þung í skauti,“ skrifar Róbert.

Pistil Róberts má lesa í heild sinni hér